Lítill blindur strákur spilar Mozart og Bach án þess að hafa lært á píanó

Þessi blindi litli drengur er úr litlu þorpi í Slóvakíu og hefur spilað Mozart og Bach síðan hann byrjaði að spila á píanó aðeins tveggja ára gamall.

Hann er 3 ára gamall og heitir Branko Dvorecky og skemmtir nú þorpsbúum með því að spila fyrir þá og er hann kallaður „litli Mozart“.

„Þegar hann var ungabarn elskaði hann að spila á öll leikföng með hljóðum,“ segir Elena móðir hans. „Svo fór hann að hlusta á klassíska tónlist og líkaði það svo vel að hann fór að læra nótur. Hann þekkir aðeins nokkur orð en hann getur spilað Bach.“

SHARE