Lítill drengur grætur á leið yfir landamærin

Þetta brýtur í manni hjartað. Hér má sjá lítinn dreng, hágrátandi, á leið yfir landamæri Úkraínu og Póllands og að því er virðist með einn poka með dótinu sínu. Elsku barnið!

Þetta er algjörlega átakanlegt. Þetta verður að stoppa!

Litli drengurinn var ekki einn á ferð, samkvæmt því sem við fáum best séð á veraldarvefnum. Á einum stað er sagt að mamma hans sé að labba á undan honum en á öðrum stað er sagt að hann hafi orðið viðskila við foreldrana en sé kominn til þeirra aftur. Væntanlega er þó bara um að ræða mömmu hans því pabbi hans er væntanlega kominn í stríð.

SHARE