Lítill drengur reyndist heiladauður eftir TikTok áskorun

Hjón nokkur í Colorado hefur upplifað þann hræðilega veruleika að 12 ára sonur hefur verið lýstur heiladauður, eftir að hafa tekið þátt í vinsælli TikTok áskorun. Drengurinn, Joshua Haileyesus, fór að taka upp á ýmsu eftir að hann fór að vera á TikTok, samkvæmt móður hans, Zeryihun Haileyesus. Hann fór að baka og spila á hljóðfæri og gera allskyns kúnstir.

Á einhverjum tímapunkti fór Joshua að grobba sig af því að geta haldið niðri í sér andanum í langan tíma. En það var svo þann 22. mars að tvíburabróðir Joshua fann hann meðvitundarlausan í herbergi sínu. Þá hafði Joshua ákveðið að taka þátt í því sem hefur verið kallað „Blackout challenge“. Hún er þannig að sá sem ætlar að framkvæma hana stoppar öndunarveg sinn og virðist Joshua hafa notað skóreim til verksins.

Læknarnir hafa sagt fjölskyldunni að undirbúa sig undir að kveðja Joshua því hann er heiladauður og á því miður enga von um bata. Móðir Joshua vill ekki sætta sig við þetta og grátbiður læknana um að gefa honum meiri tíma. Hún vildi deila þessari reynslu með heiminum og hvetur alla foreldra til að fræða börnin sín um að áskoranir, eins og Blackout Challenge, séu stórhættulegar fyrir börn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here