Litlar kókos pavlour

Þessar dýrðarinnar pavlovur eru frá Gotterí og gersemum. Algjör konfekt fyrir augu og bragðlaukana.

Kókos pavlour

 • 4 eggjahvítur
 • 4 dl sykur
 • 1 ½ dl Til hamingju gróft kókosmjöl
 • 300 ml þeyttur rjómi
 • Kirsuber til skrauts

 1. Hitið ofninn 110°C.
 2. Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til stífir toppar myndast.
 3. Vefjið kókosmjölinu saman við með sleif.
 4. Setjið í stóran sprautupoka með hringlaga stút (eða klippið gat á sterkan poka)og sprautið litla toppa á bökunarplötu (um það bil 4-5 cm í þvermál). Búið síðan til smá holu í miðjuna með botninum á teskeið til að meira pláss myndist fyrir rjómann.
 5. Bakið í 50 mínútur og kælið.
 6. Sprautið þeyttum rjóma á hverja pavlou og skreytið með kirsuberi.
 7. Uppskriftin gefur um 35-40 stk af litlum pavloum.

Facebook Gotterí og gersema

SHARE