Litrík og skemmtileg stemning á miðnæturopnun

Nemendur í Reykjavík Makeup School ásamt Söru Dögg sem rekur þennan vinsæla förðunarskóla ásamt Sigurlaugu Dröfn

Það var líf og fjör eins og alltaf þegar Smáralind heldur Miðnæturopnun! Stuð og stemning myndaðist meðal gesta sem gengu á milli verslana til að skoða glæsilegar nýjungar og nýta sér góð tilboð! Eins og ávallt iðaði göngugatan af lífi og boðið var upp á smakk af ýmsum toga s.s Baileys með Merrild kaffi, ostar og Beringer rauðvín, Sólbert sem hefur slegið í gegn, Gull jólabjórarnir og margt fleira.

Glæsilegar nýjungar voru kynntar frá Real Techniques, L’Oreal og fyrir þær sem voru farnar að íhuga hátíðarförðun ársins voru nokkrar glæsilegar til sýnis hjá nemendum Reykjavík Makeup School. Einhverjir gestir voru nú þegar komnir í jólagjafahugleiðingar sem sást svo sannarlega á vinsældum nýju Bold Metals burstanna frá Real Techniques á kvöldinu sjálfu.

Real Techniques förðunarburstarnir eru meðal þeirra vinsælustu á Íslandi í dag og Bold Metals er ný lúxusbursta lína frá merkinu. Þeir voru víða á Miðnæturopnuninni, bæði í höndum kynningarfólks og nemenda Reykjavík Makeup School sem sýndu gestum tillögur að fallegum hátíðarförðunum með þeim. Þær voru þó ekki einu förðunarfræðingarnir á svæðinu sem sýndu listir sínar því hún Áslaug Dröfn, ein færasta sminka okkar Íslendinga á sviðið Special Effects sýndi ógnvekjandi hrekkjavökufarðanir í Hagkaup með vörum frá Maybelline. Áslaug Dröfn hefur gert það sérstaklega gott í förðunarheiminum en hún sá m.a. um farðanir fyrir Vaktaseríurnar og hefur mikið unnið í Game of Thrones seríunum. Áslaug naut aðstoðar Hörpu Haraldsdóttur við að gera nokkrar ógnvænlegar hrekkjavökufarðanir.

En það var meira í gangi hjá Maybelline sem opnaði Snapchat rásina sína þetta kvöldið, maybellinervk. En þar mun þetta vinsæla merki í samstarfi við hæfileikaríka gestasnappara bjóða uppá góð ráð, sýnikennslur og að sjálfsögðu gefa okkur smá innsýn inní það hvað er framundan hjá þessu flotta merki. Þetta var sannarlega frábær opnun í alla staði og nóg um að vera eins og sést á meðfylgjandi myndum.

SHARE