Lítt þekktar staðreyndir um nauðganir

Á undanförum misserum hefur umræðan um kynferðisofbeldi aukist mjög, sem er gríðarlega jákvæð þróun. Þetta er viðkvæmt mál, en viðgengst allt of mikið í samfélaginu okkar og verður að taka á. Hér á eftir koma því nokkrar minna þekktar og viðurkenndar staðreyndir um nauðganir.

• Fæstar nauðganir eru jafn ofbeldisfullar og bíómyndir og þættir gefa í skyn.
• Í langflestum tilfellum er gerandinn þekktur, t.d.vinur, ættingi eða jafnvel maki.
• Nauðganir eiga sér líka stað inni í samböndum og hjónaböndum.
• Það þarf ekki skýrt nei að koma fram til að atvikið teljist nauðgun, sbr. fáðu já.
• Algengt er að þolendur frjósi af hræðslu undir kringumstæðum nauðgunar, og verði ófærir um að tjá sig á nokkurn hátt.
• Fullkomlega eðlilegt er að þolandi æsist á meðan nauðguninni stendur, því líkami okkar er einfaldlega þannig gerður að snerting ákveðinna líkamshluta veitir vellíðan. Það gerir nauðgunina þó ekki að einhverju öðru en nauðgun.
• Í flestum tilfellum þar sem gerandinn er þekktur reynir þolandi að hylma yfir atburðinn, leyna því sem gerðist, af skömm.
• Skömmin á þó aldrei að vera þolandans, heldur eingöngu gerandans.
• Ekkert afsakar nauðgun; klæðaburður þolanda, áfengis- og/eða vímuefnaneysla.
• Konur geta líka verið gerendur; þær geta nauðgað bæði körlum jafnt sem konum
• Karlar eru þó í flestum tilfellum gerendur, og geta nauðgað körlum jafnt og konum
• Gerandi er oft ómeðvitaður um að atvikið hafi verið nauðgun, vegna fáfræði í samfélaginu og skorts á fræðslu um kynferðislegt ofbeldi og mörk þess við kynlíf.
• Meðvitaðir gerendur leggja sig fram um að fela slóð sína; ljúga til um atvikið, hóta þolanda og reyna að fá aðra á sitt band gerist þolandinn svo djarfur að kæra nauðgunina.
• Aðeins lítill hluti framdra nauðgana er kærður, og fyrir því eru margar ástæður, þá helst skömm og hræðsla þolanda, og sú staðreynd að afar fá nauðgunarmál enda með sakfellingu
• Einungis 20% kærðra nauðgana fara fyrir dóm, en í 80% tilfella er málinu vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum. Það þýðir þó ekki að nauðgun hafi ekki átt sér stað.
• Af þessum 20% enda eingöngu um 4% með sakfellingu og dómi.
• Minna en 2% allra kærðra nauðgana eru falskar ásakanir.

Undirrituð starfar í sérfræðihópi barna með Unicef og sem
forseti fræðslunefndar hjá Hinsegin Norðurlandi
Embla Orradóttir

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here