Ljónshjarta – Fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra

„Það þarf mikið hugrekki og endalausan kraft til að halda áfram með lífið eftir að maki fellur frá. Áfram verður að sinna börnum, heimili og ekki er í boði að gefast upp. Þú þarft að vera HETJA en það er erfitt.“

Svo hljóðar upphaf kynningartexta á Facebook síðu nýstofnaðra stuðningssamtaka er bera nafnið Ljónshjarta. Eins og textinn hér að ofan gefur til kynna er samtökunum ætlað það tvíþætta hlutverk að styðja við ungt fólk sem misst hefur maka sinn og svo aftur börn þeirra, sem misst hafa foreldri sitt, en þar segir einnig:

„Stuðningsfélagið Ljónshjarta hefur það meginmarkmið að aðstoða og styðja við ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra sem hafa misst foreldri. Það er gert með jafningjastuðningi, fræðslu, upplýsingaöflun og samveru.“

Ef marka má fádæma viðtökur við Facebook síðu samtakanna, sem fór í loftið þann 27. júní sl. og telur nú tæplega 2000 áskrifendur, er óumdeilanlega mikil þörf á slíkum stuðningssamtökum, enda ungt fólk oftlega  illa undir það búið að missa maka sinn og erfiðar spurningar kvikna hjá ungum börnum við andlát foreldris.

En hvað er best að gera þegar maki vinar fellur frá? Hvernig eiga vinir að bera sig að og með hvaða hætti er hægt að styðja við þann sem stendur frammi fyrir óvægnu sverði sorgarinnar og það jafnvel án fyrirvara? Á Facebook síðu Ljónshjarta er að finna ítarlegan lista þar sem lesa má um helstu stuðningsúrræði við þann sem er að ganga gegnum missi:

 

 

 

Ína Sigurðardótti er formaður Ljónshjarta en Vilborg Davíðsdóttir, ritari samtakanna ræddi við Sirrý í þætti hennar á RÚV sl. sunnudag og útskýrði eðli samtakanna, tilgang þeirra og helstu verkefni en hægt er að hlýða á viðtalið HÉR

SHARE