Ljósmyndir af látnum ástvinum tíðkuðust í gamla daga

Í upphafi síðustu aldamóta, eða um 1900, voru ljósmyndatökur fátíður atburður í lífi hins venjulega manns. Ljósmyndarar voru fámenn starfsstétt og aðgengi að myndavélum lítið. Það kostaði auk þess vænan skilding að komast í ljósmyndastúdíóið og fyrirhöfnin var mikil.

Sjálf ljósmyndatakan var tímafrek en fólkið þurfti að vera grafkyrrt í allt að hálfa mínútu til þess að nægilegt ljósmagn myndi festast á filmunni. Það útskýrir alvarlegan svip fólks frá þessum upphafstíma ljósmyndalistarinnar.

Það varð mikilvægt fyrir fólk að láta ljósmynda sig að minnsta kosti einu sinni yfir ævina. Það varð hefð fyrir því að ljósmynda þá látnu áður en þeir voru bornir til grafar átti fjölskyldan ekki þegar ljósmynd af viðkomandi.

Með þessum hætti var hægt að minnast útlit þeirra látnu um ókomna tíð. Þessi hefð að ljósmynda látna ástvini tíðkaðist víða um Evrópu og einnig hér á Íslandi fyrir um hundrað árum síðan. Ljósmyndirnar í þessari grein koma erlendis frá.

cool-post-mortem-photographs-mother-daughter

Á þessum tíma var ekki litið á þessar ljósmyndir með hryllingi heldur var þetta leið til þess að varðveita minningu látinna ástvina. Það er líkt og að dauðinn hafi verið eðlilegur hluti af tilverunni.

.

cool-post-mortem-photographs-child

Ýmsar leiðir voru notaðar til að stilla þeim látnu upp fyrir myndatöku. Í þessu tilviki stóð einhver á bakvið tjaldið og studdi þannig við drenginn, sem var látinn.

.

cool-post-mortem-photographs-brothers

Hér var það litla stúlkan lengst til vinstri í systkinahópnum sem var látin þegar myndatakan átti sér stað.

.

cool-post-mortem-photographs-Victorian

Algengt var að konur dóu á barnssæng áður en ljósmæðrastarfið var viðurkennt innan læknastéttarinnar. Aðstandendur sjást syrgja hina látnu á þessari mynd.

.

cool-post-mortem-photographs-child-dress

Í mörgum tilvikum var líkt og að einstaklingurinn á myndinni væri enn á lífi.

.

cool-post-mortem-photographs-church

Að baki hverri ljósmynd býr mikill harmleikur og sorg. Ekki fylgir sögunni hvernig þessi unga stúlka lést en uppstillingin ber vitni um mikla fyrirhöfn til að gera ljósmyndina sem eðlilegasta. Talið er líklegt að um sé að ræða fermingarmyndatöku sem átti eftir að taka.

.

cool-post-mortem-photographs-dolls

Börnum var gjarnan stillt upp með eftirlætis leikföngum sínum.

.

cool-family-creepy-post-mortem-photo

Sorg foreldranna leynir sér ekki í þessu tilviki yfir að hafa misst barn sitt.

.

cool-post-mortem-photographs-family

Dauðinn er okkur svolítið framandi í daglegu lífi í dag. Við erum ekki vön að horfa á svona ljósmyndir. Í gamla daga tók stórfjölskyldan öll þátt í ferlinu sem fylgdi í kjölfar andláts ástvina. Hin látnu voru oft til staðar á heimilinu í einhverja daga, sem hluti af sorgarferlinu, áður en þau voru flutt í kirkju og síðar lögð til grafar. 

.

cool-post-mortem-photographs-frame-mother

Ung móðir heldur á andvana barni sínu.

.

cool-post-mortem-mother-daughter-photo

Móðir heldur á látinni dóttur sinni.

.

cool-post-mortem-photographs-girl-bed

Það var ýmislegt reynt til þess að láta hina látnu líta út fyrir að vera lifandi á ljósmyndinni. Eins og að stilla hendinni líkt og að barnið væri að nudda andlitið. 

.

cool-post-mortem-photographs-holding-baby

Í þessu tilviki situr einhver með andvana barn í fangi sínu en felur andlitið á bakvið dúk.

.

cool-post-mortem-photographs-parents-sad

Þessi hefð að ljósmynda látna ástvini tíðkaðist víða um Evrópu og einnig hér á Íslandi fyrir um 100 árum síðan.

.

cool-post-mortem-photographs-pets-sitting

Hér prýða hundar húsbóndans myndina.

.

cool-post-mortem-photographs-sisters-creepy

Stundum var börnum stillt upp líkt og þau væru sofandi. Sorgin skín úr augum systurinnar sem situr til hægri. 

.

cool-post-mortem-photographs-boy-chair

Hér hefur ljósmyndarinn átt við myndina í eftirvinnslunni og komið roða í kinnarnar á hinum látna.

.

cool-post-mortem-photographs-sisters-dresses

Fyrir aftan þessar systur eru statív sem halda þeim standandi í myndatökunni.

.

cool-post-mortem-photographs-sitting

Hér hefur ljósmyndarinn gert tilraun til að dekkja augun til þess að koma meira lífi í þau.

.

cool-post-mortem-photographs-thinker

Höndin styður við höfuðið og ber með sér eðlilegt yfirbragð.

.

cool-post-mortem-photographs-tricks

Búið er að koma ljósmynd fyrir í hönd hinnar látnu til að auka trúverðugleikann í myndinni.

Heimild: TheMetaPicture.com

SHARE