Ljúffengar piparkökur frá Ebbu Guðnýju – Via Health Stevia uppskrift

jólaup Ebba

2 dl gróft spelt
3 dl fínt spelt (og aðeins meira til að fletja út)
3/4 dl kókospálmasykur
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1/6 tsk pipar (eða piparmix)
2 tsk vínsteinslyftiduft
40 dropar (1 tsk) kanilstevía frá Via-Health
90 g smjör í bitum
1/2 dl lífrænt hlynsíróp

Blandið þurrefnum saman. Bætið svo smjöri og hlynsírópi út í og hnoðið í deig með höndunum. Látið deigið bíða í kæli í um 30 mínútur ef þið hafið tíma. Hitið ofninn í 200°C. Skiptið deiginu í 4 bita (það er auðveldara þannig) og fletjið út varlega (um 0,5 cm á þykkt). Notið fínt spelt svo deigið festist ekki við borðið. Stingið út kökur og raðið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í um 10 mínútur.

*Piparkökur geymast best í frysti.

stevia Via

SHARE