Ljúffeng hrástykki

Hérna eru á ferðinni ótrúlega bragðgóð hrástykki sem fullnægja sykurþörfinni algjörlega. Uppskriftin er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar sem ég mæli eindregið með að allir kíki á. Eins er hægt að fylgjast með Tinnu á Facebook.

Sjá einnig: Hrákaka með ávöxtum – Æðisleg uppskrift frá Tinnu!

IMG_8076nn

Gómsæt hrástykki

20 mjúkar döðlur

60 g trönuber

50 g kasjúhnetur

50 g pecanhnetur

30 g kókosflögur

  • Hakkið döðlur, trönuber, kasjúhnetur, pecanhnetur og kókosflögur í matvinnsluvél þar til deigið verður klístrað og hnoðast saman í kúlu.
  • Sléttið úr deiginu í sílíkonform eða bökunarpappírsklætt brauðform og frystið í um 40 mínútur.
  • Takið úr forminu og skerið í hæfilega stór hrástykki.
  • Vefjið hverju stykki inn í bökunarpappír og geymið í ísskáp eða frysti.
  • Ég hef mín hrástykki fremur lítil því þau eru svo ofboðslega sæt og orkumikil.

Ofureinfalt og svo ljúffengt, þið verðið að prófa.

SHARE