Löður býður Rain-X á allan bílinn – Hreinn bíll sparar eldsneyti

„Það er auðvitað alltaf gaman að aka um á hreinum og glasandi bíl. En hreinn bíll sparar líka eldsneyti. Bíllinn smýgur betur í gegnum loftið ef hann er hreinn og gljáandi. Skítugur bíll getur eytt allt að 7% meira eldsneyti. Smáatriðin skipta máli. Meira að segja fuglaskítur á bifreið getur raunverulega aukið eyðslu um brotabrot,“segir Páll Magnússon hjá Löðri.

IMG_4417
Páll Magnússon hjá Löðri

Þessar upplýsingar koma fram hjá Bílgreinasambandinu, Umhverfisstofnun og Orkusetri að sögn Páls. Löður býður nú upp á nýjung í bílaþvotti en um er að ræða undraefnið Rain-X sem er úðað yfir bílana að þvotti loknum til að þeir hrindi óhreinindunum frá sér. Löður er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á Rain-X á allan bílinn. ,,Löður býður upp á Rain-X á allan bílinn á öllum sex þvottastöðvum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta efni er vel þekkt um allan heim og býður upp fullkomna yfirborðsvörn á bílinn. Það gefur Löðri sérstöðu að fyrirtækið er að yfirborðshylja allan bílinn með Rain-X en ekki bara framrúðuna eins og hefur tíðkast víða. Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi í umferðinni,“ segir Páll.

Mikil ánægja með Rain-X

Vörurnar frá Rain-X þekkja margir bílaunnendur en þær hafa þann eiginleika að hrinda frá sér vökva og óhreindum. Algengast er að nota efnið á rúður og var einkaleyfi fengið fyrir efninu árið 1972. Árið 2005 var farið að nota Rain-X á þvottastöðvum í Bandaríkjunum og efninu sem fyrr segir úðað yfir allan bílinn. Efnið hefur á síðustu árum fengið mörg verðlaun þar á meðal verðlaunin Most Innovative New Product á Car Care World Expo 2006. Þó svo að efnið hafi verið notað á ótal bílaþvottastöðvum í Bandaríkjunum er það fyrst núna sem það er reynt hér á landi ábílaþvottastöðvum Löðurs. Rain-X er dýrt efni en þrátt fyrir aukinn kostnað greiðir viðskiptavinurinn enn sama verð og áður því Löður bætti efninu einfaldlega inn í línuna hjá sér. ,,Það hefur verið mikil ánægja með Rain-X hjá fjölda viðskiptavina okkar og við finnum sannarlega fyrir því að þetta efni er að skora hátt.“

Stöðvar ryðmundun og eykur endingu á lakki

Það þekkja allir ryð á eldri bílum, þá sérstaklega í kringum brettakanta og frammrúður. Páll segir að með því að þvo bílinn reglulega er hægt að stöðva þann hæga efnabruna sem á sér stað vegna rúðuvökva og seltu á götum úti. „Skolaðu bílinn og verðu hann með bóni. Rain-X stöðvar ryðmyndun á jafnvel illa förnum bílum. Það kemur vissulega ekki í staðinn fyrir lakkhúð en heldur því í skefjum og eykur endingu á lakki í raun út í hið óendanlega ef það er notað reglulega,“ segir Páll.

Opið um helgar hjá Löðri
fiskisloð
Svampþvottastöðin á Fiskislóð

Löður rekur sex þvottstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og þar eru alls staðar snertilausar þvottastöðvar en auk þess er hin vinsæla svampþvottastöð á Fiskislóð 29 þar sem einnig er boðið upp á dekkjasvertu í viðbót við allt annað. Löður er með opið alla daga vikunnar, líka á sunnudögum. „Það er mikilvægt að geta boðið upp á opnun um helgar og sérstaklega á sunnudögum því þá er oft rólegur tími og margir bíleigendur vilja nýta hann til að þvo bílana sína. Við höfum sannarlega fundið fyrir mikilli ánægju með þennan opnunartíma um helgar,“ segir Páll ennfremur.

SHARE