Lögreglan hefur fengið fjölda tilkynninga vegna útlits áhrifavalds

Flestir vita að maður á aldrei að tjá sig um líkama eða útlit annarrar manneskju, við vitum það. Hvað gerist svo þegar manneskja deilir lífi sínu með heiminum og fólk horfir upp á að manneskjan sé að tærast upp fyrir framan þau?

Þetta er eitthvað sem aðdáendur og fylgjendur Eugenia Cooney hafa þurft að spá í, en þessi 29 ára gamla kona er virkur áhrifavaldur á Youtube. Hún býr í Massachusetts og hefur haldið úti Youtube rás sinni síðan 2011 og er með um 2 milljón fylgjendur.

Eugenia hefur verið að sýna föt og orðið þekkt fyrir einstakan stíl en það er ekki það sem hefur vakið mesta athygli á henni síðustu misseri. Flestir telja að Eugenia þjáist af lystarstoli þó að hún hafi sjálf aldrei staðfest þá greiningu og öðrum finnst að hún sé að gefa röng skilaboð til ungra fylgjenda sinna.

Margir sem hafa fylgt Eugenia hafa ýmsar hugmyndir um heilsu hennar, andlegt ástand og jafnvel heimilislíf hennar og sumir vilja meina að mamma hennar, Deb, haldi að hún geti læknað dóttur sína með því að halda henni heima og gefa henni nóg að borða, til þess að halda henni á lífi.

Það var svo árið 2016 að hafin var undirskriftasöfnun þar sem fólk var kvatt til að skrifa undir að „Banna Eugenia Cooney tímabundið á Youtube“. Undirskriftirnar urðu um 18.000 og var rás hennar lokað tímabundið. Í byrjun árs 2019 sást minna af Eugenia á netinu og urðu fylgjendur hennar hræddir um hana og héldu jafnvel að hún væri dáin. Hún lét svo vita af sér á Twitter (X) og sagðist þakka fyrir að fólk bæri hag hennar fyrir brjósti en hún ætlaði að taka sér frí frá samfélagsmiðlum og vinna, sjálfviljug, með lækninum sínum einslega. Hún bað aðdáendur sína um að virða það.

Eugenia fór til læknis í einhverskonar heilsumat, að beiðni vinar síns árið 2021, og var hún þá svipt sjálfræði í 72 klukkustundir vegna ástands hennar. Seinna þetta sama ár kom sneri hún aftur með klukkustunda langt myndband sem hún kallaði „Eugenia Cooney: The Comeback“ þar sem hún talaði opinsskátt um áratugalangar vangaveltur um átröskun sína og ferðina í átt til bata í fyrsta skipti.

Eugenia fór svo mjög fljótlega aftur í sama farið og hefur verið mjög virk á samfélagsmiðlum síðan þá. Ástandið hefur orðið það slæmt núna að Greenwich lögreglan hefur verið að fá endalausa tölvupósta og hringingar vegna Eugenia. Brent Reeves, lögreglufulltrúi, sagði í samtali við TMZ að það væru að berast hringingar víða að úr heiminum og nefnir sem dæmi að hringt hafi verið frá Egyptalandi og Nýja Sjálandi.

Brent segir jafnframt að hann eigi í góðu sambandi við Eugenia og þau séu með ákveðna reglu um það að ef Eugenia sé alltaf með ákveðinn hlut í myndbandinu ef allt er í góðu. Hann segir líka að mamma Eugenia sé ekki að stjórna henni eða að láta hana gera eitthvað sem hún vilji ekki.

*Ath að þessi grein var ekki skrifuð á 24. október á frídegi kvenna, heldur þann 23. október.

SHARE