Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigríði Hrafnhildi Jónsdóttur, 61 árs. Sigríður, sem er um 170 sm á hæð, er grannvaxin með svart/svarbrúnt axlarsítt hár.
Hún er talin vera í svörtum buxum, ljósfjólublárri prjónapeysu og mosagrænni Cintamani dúnúlpu með hettu. Síðast er vitað um ferðir Sigríðar við heimili hennar í vesturbæ Kópavogs í gærmorgun.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sigríðar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000