Lögreglan með blikkandi ljós í Árneshreppi

Mikið hefur verið sagt frá því í fjölmiðlum seinustu daga að par frá Sviss hafi gengið ránshendi um Árneshrepp á Ströndum.

Sagt var frá málinu á Vísi:

Í síðustu viku var brotist inn í Kaupfélagið í Norðurfirði í Árneshreppi. Þarna, nánast á hjara veraldar, búa fáir og tíðindalítið. Fljótlega bárust böndin að frönskumælandi pari, puttaferðalöngum og tjaldbúum. Þau höfðu slegið upp tjaldi sínu þar á staðnum. Í raun kom komu engir aðrir til greina sem þeir seku. Og, þegar kölluð var til lögregla og hún yfirheyrði parið, játuðu þau umsvifalaust á sig verknaðinn. Lögreglan fylgdi parinu í Kaupfélagið þar sem það baðst afsökunar, greiddi 50 þúsund krónur fyrir þann varning sem þau höfðu stolið og fyrir skemmdir og báðust afsökunar.

Sveitungar voru ekki sáttir við afgreiðslu málanna en uggur hefur verið í fólki síðan upp komst um þetta, en parið hefur dvalið enn í sveitinni.

„Við viljum bara þetta fólk í burtu!“ sagði einn íbúi í samtali við Hún.is

2015-06-15 12.16.51

 

Lögreglubíll kom í dag með blikkandi ljós á fleygiferð inn í hreppinn til þess að sækja parið og yfirgaf sveitina með parið innanborðs.  

SHARE