LOKSINS: Nicki Minaj og Beyoncé troða upp á tónleikum

Loksins hefur HBO látið af einokun á sýningarréttinum sem varðar frammistöðu þeirra Beyoncé og Nicki Minaj á tónleikum í París en nokkrar útgáfur hafa verið settar upp á netið, en allar jafnharðan teknar niður.

Ekki einu sinni mátti Nicki Minaj deila sjálfviljug á sinni eigin Facebook síðu klippu sem aðdáandi gerði og deildi á netinu af tvíeykinu á sviði, en HBO lét umsvifalaust fjarlægja myndbandið stuttu eftir birtinguna.

Nú virðist hins vegar loks vera komin opinber útgáfa af sviðsuppákomunni og þær eru glæsilegar, Beyoncé og Nicki en í þetta skiptið má fastlega reikna með því að myndbandið fái að standa:

 

 

SHARE