Lostafullur súkkulaðibúðingur – Uppskrift

Einfaldur og mjög góður
5 egg
75 g sykur
6 dl mjólk
150 g Síríus Konsum 70% súkkulaði

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið eggin í stórri skál með sykrinum. Hitið mjólkina. Brjótið súkkulaðið í bita, setjið það út í mjólkina og hrærið þar til það er bráðið. Þeytið súkkulaðimjólkinni varlega saman við þeyttu eggin.
Hellið blöndunni í 6 lítil leirmót eða í meðalstórt eldfast mót. Bakið í vatnsbaði í 15-20 mínútur.
Kælið vel og berið fram með léttþeyttum rjóma.

Uppskriftin er fyrir 6 manns.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here