Lupita Nyong’o: „Ef varaliturinn væri besti vinur þinn …”

Lupita Nyong’o frumsýndi brot úr nýjustu auglýsingu Lancôme á Instagram fyrir stundu, en leikkonan sem er 31 árs að aldri, er hrífandi kvenleg og fallegri en nokkru sinni fyrr.

Lupita ljóstraði því upp fyrir skömmu að hennar uppáhalds varalitur væri bjartur og eldrauður að lit:

Snyrtivörur eru, í mínum augum, ramminn utan um málverkið. Það eitt að bera á mig varalit lætur mér líða eins og ég sé vel klædd.

Leikkonan hefur átt hverjum stórsigrinum að fagna af fætur öðrum á þessu ári, en hún var þannig valin Kona Ársins af tískuritinu Glamour, hún er andlit snyrtivörurisans Lancôme og landaði sinni fyrstu forsíðu á Vogue í sumar sem leið.

Lupita er þó fyrst og fremst leikkona og þekktust fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni 12 Years a Slave en hún hlaut Óskarinn fyrir frammistöðu sína og skaust upp á stjörnuhimininn með leifturhraða í kjölfarið.

.

1415228448533_Image_galleryImage_Lupita_Nyong_o_for_Lancom

.

Hin 31 árs gamla stórleikkona hefur verið iðin við að ræða þær kröfur sem konur standa frammi fyrir gagnvart í hinum stjörnum skrýdda heimi leikara og fyrirsæta:

Skilaboðin eru skýr; að dökkt hörund sé óásættanlegt. Ég heyrði þetta svo sannarlega aldrei frá minni nánustu fjölskyldu – móðir mín sagði aldrei neitt í þessa veru – en raddirnar í sjónvarpinu eru yfirleitt háværari en þær sem berast frá foreldrum þínum.

Lupita hefur einnig ítrekað í viðtölum að sjálf hafi hún ekki alist upp við yfirborðskennd viðhorf til fegurðar, að líkamleg fegurð ekki hornsteinn velgengni í lífinu heldur aukreitis lán:

Í mínum augum er fegurð ein af birtingarmyndum ástarinnar. Það er alveg nægt rými í þessari veröld fyrir fjölbreytilega fegurð.

Hér má sjá brotið úr auglýsingunni sem Lupita frumsýndi á Instagram fyrir stuttu:

 

SHARE