Lygileg YouTube stjarna: Sjúklega sæt kanína – útötuð í hindberjum

Hvað í ósköpunum fær 14 milljónir YouTube áhorfenda til að smella á myndband af kafloðinni og dúnmjúkri kanínu sem í mestu makindum, japlar á safaríkum og hæfilega þroskuðum hindberjum? Algerlega ómeðvituð um yfirvofandi heimsfrægð?

Af hverju þykir okkur svona dáleiðandi og yndislegt að horfa á brúskaðar, saklausar kanínur með munninn fullan af rósrauðum hindberjum – smjattandi líkt og hindberin séu sending af himnum ofan?

Sjá einnig: 16 stórfurðulegar óléttumyndir

Og því lítur kafloðin og agnarsmá kanínan út eins og morðóður berjasmjattari með stútfullan munninn af rósrauðum, safaríkum og dásamlegum hindberjum?

Kafloðin kanína + Rósrauð hindber = Heimsfrægð á YouTube! 

SHARE