Lýtaaðgerð tekin upp á myndband – Ekki fyrir nálahrædda

Hin 21 árs gamla Chloe Morello er svokallaður vídjóbloggari frá Sydney í Ástralíu. Núna nýlega birti hún myndband af því þegar hún gekkst undir lýtaaðgerð þar sem hún lét sprauta í varirnar á sér. Í myndbandinu sérðu vel skref fyrir skref hvernig aðgerðin fer fram og því getur myndbandið farið fyrir brjóstið á þeim sem viðkvæmir eru fyrir nálum. Það sem notað er til að fylla upp í varirnar heitir Hýaluronic sýra og er efni sem líkami okkar framleiðir. Svipað efni er til dæmis hægt að finna á húð okkar. Aðgerðin tekur um 30-40 mínútur og kostar 600 dollara sem eru 77 þúsund krónur á núverandi gengi.

ATH. ekki fyrir viðkvæma

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”9-1ppZZnTiE”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here