Lýtalæknar vara við að „Ozempic-andlitin“ séu að taka yfir Hollywood

Vinsælasta megrunaraðferðin í heiminum í dag má segja að sé, án vafa, Ozempic-leiðin. Fólk úti um allt hefur verið að prófa þessa leið og þar er fræga fólkið ekki undanskilið og nú hafa lýtalæknar tjáð sig um þessa leið. Fyrir þá sem ekki vita hvað Ozempic er, þá er það lyf við sykursýki sem hefur notað af fólki í ofþyngd, til þess að grennast.

Nokkrir læknar fullyrtu það við Daily Mail, að frægt fólk hafi farið verst útúr þessari aðferð og nefna þar til dæmis leikarann John Goodman og Sharon Osborne sem dæmi. Nokkrar aukaverkanirnar sem geta fylgt því að taka Ozempic eru sokkin augu, fólk verður kinnfiskasogið og húðin fer að lafa, sem veldur því að fólk virðist oft eldra og veiklulegra.

„Þeir sem eru með Ozempic-andlit líta oft svipað út og þeir sem hafa grennst svakalega hratt og mikið,“ segir lýtalæknirinn Smita Ramanadham. „Andlitið missir fyllingu því öll fita er farin úr því og kinnarnar verða lafandi og holar.“

Læknarnir sem Daily Mail talaði við gáfu sitt mat á nokkrum frægum einstaklingum sem hafa lést töluvert á skömmum tíma og komust að þeirri niðurstöðu að fjölmargir virðast hafa notað Ozempic, hvort sem þeir vilja viðurkenna það eða ekki.

John Goodman var á listanum en hann er sjötugur og léttist töluvert á stuttum tíma. Hann vildi þakka það breyttu mataræði, edrúmennsku og hreyfingu en sérfræðingarnir eru ekki sannfærðir.

Robbie Williams (50) er einnig á listanum en hann viðurkenndi að hann væri að taka eitthvað „svipað og Ozempic“ en gaf ekki meira út um það hvað hann væri nákvæmlega að taka. Smita læknir sagði: „Maður sér að það vantar alla fyllingu undir augun og það sést á Robbie að það er greinilega vegna þyngdartaps.“ 

Sharon Osbourne er líka á listanum og segir læknirinn: „Augun á henni eru meira innfallin og kinnarnar eru með mun minni fyllingu og þá verða hrukkurnar meira áberandi.“

Aðrir sem komust á listann hjá læknunum voru Scott Disick, Jessica Simpson og Liam Payne.

SHARE