Má ekki bara halda þessum fínu hárum?

Hvað er málið með hárlausa karlmannslúkkið í dag? Burt með bringuhárin, burt með bakhárin, burt með handakrikahár og burt með punghárin? Nei ok endilega rakið punginn, loðin og jafnvel krumpaður húðpungur er lítið sexy. En þið vitið vel að snyrt skaphárin og allt það er bara kynþokkafullt, keep it! Svo ég tala nú ekki um þegar hárin hjálpa til við örvun snípsins í vissum stellingum. Ég er að meinaða, það gerist.

Ef þið elsku karlmenn eruð það lánsamir að vera uppfullir karlmennskunni með tilheyrandi hárum „allover the place“, af hverju ekki að halda því? Finnst ykkur í alvörunni sexy að leggjast ofan á heita og mjúka bringu gyðjunnar sem liggur undir ykkur með ný útsprúngna brodda, mig klæjar við tilhugsunina, ég veit bara af reynslunni sjálf að mér finnst það ekkert brjálæðislega sexy! Meira svona klórar mann bara jafnvel smá! Að vera bara stoltur af þessum hárum er enn meira sexy. Tala nú ekki um þegar maður nær að renna fingrunum yfir þessa loðnu bringu. Úff fæ í hana við tilhugsunina.

Ég skil handakrikana betur, svona lyktarlega séð! Enda hef ég persónulega lítið verið í því að kyssa og knúsa undir handakrika hingað til! En bringuna og pung, það er önnur saga.

Það er bara eitthvað off við það þegar menn eru með bringuhár, sportrönd eða jafnvel hvorutveggja og skafa síðan öll skaphárin í burtu, með tilheyrandi rakbólum og broddum, kannski er ég bara eitthvað gamaldags. En mega þessi hár ekki bara vera, verið bara duglegir að þrífa ykkur og snyrta. Allir sáttir. Key?

Allavegana pointið mitt er… „keep it real“, hættið að þykkjast vera 18 ára með enginn hár.

 

SHARE