Mad Men tískan

Ég er algjört þáttanörd og mér finnst yndislegt þegar ég hef tíma í að horfa á einn þátt fyrir svefninn. Ég  hef alltaf fílað 50´s og 60´s tísku og varð því himinlifandi þegar ég las um nýja þætti sem væru á leið í sýningu fyrir nokkrum árum. Ég horfði spennt á fyrsta þátt og þar var það slegið , ég var “hooked”. Mad men heitir þáttaröðin og gerist milli 1960 – 1970 í Bandaríkjunum, aðallega í New York. Í fyrstu fannst mér æðislegt að fylgjast með förðuninni á konunum og tískunni.  Svo er Don Draper, aðalpersónan ekkert slor. Eftir nokkra þætti var ég komin vel inn í söguþráðinn og búin að velja mér uppáhaldspersónur. Það er gaman hvað þeir sem búa til þættina virðast leggja mikið upp úr því að reyna að hafa þetta “raunverulegt”. Í þáttunum færðu til að mynda að sjá hversu mikið skert réttindi kvenna voru á þessum tíma, og hvernig réttindabarátta kvenna eykst.

Tískan var ótrúlega flott á þessum tíma, konurnar voru alltaf í mjög kvenlegum kjólum, með hárið greitt í engar smá greiðslur og rauður varalitur og eyeliner kom sterkur inn. Ég fór í myndatöku um daginn þar sem stíllinn var 60´s og þegar hárgreiðsludaman var að greiða mér pældi ég í því klukkan hvað Betty Draper og Jone í Mad Men þurftu eiginlega að vakna til að byrja á greiðslunni fyrir daginn? Þvílíkur tími sem þetta tekur.
Karlmannstískan á þessum tíma fannst mér ótrúlega flott. Á þessum tíma voru menn í jakkafötum, með mjótt bindi og hatt. Afhverju í ósköpunum hættu menn að ganga með hatta dagsdaglega? Ég segi inn með hatta og það strax. Þættirnir hafa orðið svo vinsælir að tískan er að breytast í stíl við þættina. Jakkaföt hafa komið enn sterkar inn og 60´s undirfötin hafa aldrei selst jafn vel.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here