Madonna (56) fer í sleik við Drake (28) á sviði – Honum ekki til mikillar ánægju

Madonna hefur gert mikið út á kynþokka sinn undanfarið – allt til þess að selja nýjustu plötu sína, Rebel Heart. En það eru mögulega ekki allir sem slefa yfir poppdrottningunni ef marka má atburði gærkvöldsins. Madonna steig á svið, ásamt söngvaranum Drake, á Coachella – tónlistarhátíðinni víðfrægu og í miðju lagi kemur hún aftan að Drake, þar sem hann situr á stól og smellir á hann einum verulega blautum.

Sjá einnig: Madonna dettur niður tröppur á BRIT Awards

27831DD100000578-3036560-This_happened_Madonna_French_Kissed_Drake_onstage_at_Coachella_o-m-246_1428908924682

27831F9F00000578-3036560-image-a-239_1428908083629

Að sögn viðstaddra stóð kossinn yfir í drjúga stund og reyndi Drake að ýta söngkonunni í burtu. Þegar Madonna loksins sleppti takinu var augljóst að Drake var ekki parhrifinn af uppátækinu. Á andliti hans mátti sjá skelfingarsvip – á meðan hann þurrkaði sér ítrekað um munninn.

27831EE400000578-3036560-image-a-237_1428908066717

27836BB600000578-3036560-image-m-80_1428910958352

Madonna virtist ekki taka eftir þessum viðbrögðum söngvarans og hélt áfram að dansa um sviðið eins og ekkert hefði í skorist.

Sjá einnig: Madonna: mér var nauðgað en ég tilkynnti það aldrei

SHARE