Madonna: Reif út brjóstið á ungum aðdáanda

Söngkonan Madonna er mikið fjölmiðlum þessa dagana fyrir undarlega hegðun á tónleikaferðalagi sínu um Ástralíu og Nýja Sjáland.

Sjá einnig: Madonna mætti ölvuð og í trúðabúning á eigin tónleika

Á fimmtudagskvöldið bauð Madonna 17 ára gamalli stúlku upp á svið á tónleikum í Brisbane. Söngkonan var að tala við áhorfendur þegar hún kippti niður toppnum hjá stúlkunni sem varð til þess að annað brjóstið datt út.

Madonna gerði lítið úr atvikinu og vildi meina að þetta hafi verið óvart en það er spurning hvað söngkonan hélt að myndi gerast við það að rífa í toppinn hjá stúlkunni.

Sjá einnig: Madonna sögð vera ótillitsöm díva

Stúlkan sem varð fyrir óhappinu gerði einnig lítið úr þessu og sagði að brjóst væru ekkert merkileg. Hún sagði síðan í viðtali að einungis hún fengi að ákveða hvort hún hafi verið niðurlægð eða ekki.

Afhverju gerir fólk ráð  fyrir því að ég skammist mín fyrir brjóstin mín, geirvörtur eða líkama minn.

 

324D21AB00000578-3497683-Not_holding_back_She_s_the_kind_of_girl_that_you_just_want_to_sl-a-11_1458258781830

324D218A00000578-3497683-Humiliated_Madonna_pulled_down_a_female_fan_s_top_after_inviting-a-10_1458258781757

SHARE