Madonna sýnir g-strenginn í London

Svo virðist sem Madonna (58) sé að verða fyrir fataóhöppum svolítið að undanförnu. Það er ekki langt síðan hún var með dóttur sinni, Lourdes, á tískusýningu, þar sem sást vel og greinilega í aðra geirvörtuna hennar. Nú átti óhappið sér stað á strætum Lundúnarborgar, þar sem Madonna var úti að hjóla með tveimur einkaþjálfurum sínum.

Sjá einnig: Madonna gefur eftir

Ekki er alveg klárt hvort hún hafi viljandi verið að sýna nærbuxur sínar, en buxurnar sem hún var í náðu svo langt niður að það skein greinilega í g-strenginn.

Ekki er langt síðan Madonna og Guy Ritchie náðu að leysa vandamálin sín á milli áður en réttað var í forræðismáli þeirra. Samþykkt var að Rocco myndi búa hjá föður sínum í London, en samningurinn sem gerður var fól einnig í sér að ef Guy þyrfti að fara úr landi í einhverjum erindagjörðum, þyrfti Madonna að koma til London og sjá um hann á meðan. Nú er Guy staddur í Bandaríkjunum og því þarf Madonna að dvelja í Bretlandi í ákveðinn tíma.

Íbúar London geta því átt von á því að sjá nærfatnað hennar á götunum af og til á næstunni.

Sjá einnig: Madonna og börnin í Afríku

 

38626BE200000578-3790881-image-a-16_1473939701882

38626C8A00000578-3790881-image-a-8_1473938791442

38626D0900000578-3790881-image-a-7_1473938785471

38626D2400000578-3790881-image-a-40_1473940289418

38626D3500000578-3790881-image-a-12_1473939671134

38626E6200000578-3790881-image-a-51_1473940820887

SHARE