Madonna vill fá son sinn til sín

Madonna og sonur hennar, Rocco, sættust í seinasta mánuði eftir að hafa átt í erjum í næstum hálft ár. Erjurnar snúast um hvar hinn 15 ára gamli Rocco eigi að búa, hjá mömmu sinni eða pabba, Guy Ritchie.

Sjá einnig: Madonna missir forræði yfir syni sínum

 

Madonna og Guy, faðir Rocco, sættust á að drengurinn myndi búa hjá pabba sínum í London. Nú hefur hinsvegar allt sprungið í loft upp aftur eftir að Madonna sá mynd af Rocco drekka áfengi í London. Það er ólöglegt að drekka áfengi fyrir 16 ára aldur í Englandi og hyggst Madonna nota myndirnar til að fá drenginn til sín til frambúðar. Rocco verður 16 ára í ágúst.

SHARE