Maður tekur „selfí“ – datt í sjóinn

Ekki nóg með að gæinn dettur ofan í sjóinn þegar hann er að taka sjálfsmynd þá festist hið klaufalega atvik á filmu í beinni útsendingu og dreifist nú eins og vindurinn um internetið um ókomna tíð.

Er þetta óheppinn gaur eða?

Svona getur lífið tekið óvænta stefnu á örfáum sekúndum. Eina stundina ertu heiti gaurinn að senda ástinni ómótstæðilega selfie við hafnarbakkann. Næstu stundina ertu að hrista af þér marglyttur og þara.

Svona er lífið!

SHARE