MÆÐUR eru svo mikilvægar – 10 atriði sem vísindin segja um mæður

Nýlegar rannsóknir hafa varpað ljósi á ýmislegt um mömmur  á 21.öld.  

1. Ég skal segja þér sögu 

Í tímaritinu „Hlutverk kynjanna“ var nýlega sagt frá rannsókn þar sem kemur fram að mömmur segja börnunum oftar sögur en pabbarnir. Talið er að sögur og frásagnir af ýmsum  toga stuðli að tilfinningalegum þroska barna. Rannsakendur veittu því líka athygli að mömmurnar notuðu oftar orð sem tengdust tilfinningum en pabbarnir og voru fúsari til að útskýra þau fyrir börnunum en þeir.  

2. Hvað var oft svarað „ Af því ég segi það?“

Samkvæmt þessari athugun svarar venjuleg mamma í Bretlandi um 300 spurningum barna sinna á dag. Fjögurra ára stelpur spyrja oftast, skella fram nýrri spurningu á tveggja mínútna fresti. Mest er um spurningar á matmálstímum, að jafnaði ellefu spurningar í hvert mál. Næst komu ferðir í búðina, tíu spurningar og svo var háttatíminn með níu spurningar. Eitt þúsund konur svöruðu spurningum um þennan þátt. 

3. Snertingin góða

Þegar sprauta þarf veik börn eða fyrirbura getur það auðveldað barninu að takast á við sársaukann og álagið ef það finnur snertingu mömmu. Rannsakendur segja að það hjálpi barninu líka að pabbinn eða einhver önnur kona en mamman snerti það en það virtist þó ekki hafa sömu áhrif og snerting mömmunnar. 

4. munnvatn mömmu er meira að segja sérstakt 

Í nýlegri grein í tímaritinu  Pediatrics  ( Barnalækningar) er mælt með að mæður sleiki snuðið til að hreinsa það. Já, þú last þetta rétt. Rannsókn sem gerð var á þessu atriði leiddi í ljós að börn sem fá snuð sem móðirin sleikir fá síður ofnæmi en hin sem snuðið er soðið og sótthreinsað fyrir. Færri fá líka exem, astma og í þeim er minna af hvítum blóðkornum sem fjölgar við ofnæmi og sýkingar en hinum sem fá snuð sem mamman sleikir.  Þessar niðurstöður eru í samræmi við vísbendingar um að það sé gott og hollt fyrir börnin að komast í snertingu við sýkla meðan þau eru enn ung. Þau eiga sem sagt ekki að búa í dauðhreinsuðu umhverfi. 

5. Bless-bless-ég er farin í vinnuna  

Liðlega þriðjungur útivinnandi mæðra í Bandaríkjunum telur að best væri fyrir þær að vinna fulla vinnu frá heimilinu. Þessar upplýsingar koma frá Pew  rannsóknarstofnuninni.  Mun færri konur voru á þessari skoðun árið 2007. Rannsakendur velta því fyrir sér hvort þetta sé vegna efnahagsörðugleika sem margir hafa fundið fyrir. Flestar konur kjósa þó enn hlutastarf.  

6. Ekki gera eins og ég

Rétt eins og talið er að mömmur geti gert börnum sínum meira gott en feðurnir er greinilegt að þær geta líka gert þeim meira illt. Rannsókn í Bretlandi sýndi fram á svo ekki verður dregið í efa að drykkjuvenjur mæðra  hafa meiri áhrif en nokkuð annað á hvaða drykkjuvenjur börnin þeirra tileinka sér. Þegar unglingarnir eru 16 ára hegða þeir sér venjulega eins og félagarnir en þegar þeir eldast og þroskast breytist þetta. Þá er drykkjumynstur móðurinnar – sem geymdist í huganum- oft endurtekið.   

7. Miklar kröfur, börnin gefast upp 

Það er talað um að mæður frá Asíu krefjist þess af börnum sínum að þau standi sig mjög vel.  Su Yeong Kim, kennari við háskólann í Texas fylgdist með liðlega 300 fjölskyldum frá Asíu sem bjuggu í Bandaríkjunum og skráði námsframvindu barnanna. Hún komst að því að börn þessara „krefjandi“ mæðra stóðu sig yfirleitt ekki jafn vel og börn frá fjölskyldum sem veittu þeim stuðning og hvatningu.

Þau glímdu einnig við meiri og alvarlegri tilfinningalegar raskanir en hin sem bjuggu við minni kröfur mæðra sinna.

 

8. Við heyrum sérhljóðana strax IN UTERO   

Vísindamenn við háskólana í Washington og Stokkhólmi unnu sameiginlega að rannsókn á nýfæddum börnum sem gerð var til að reyna að komast að hvenær börn byrja að tileinka sér málið.  Þeir telja að barnið greini sérhljóða í máli móðurinnar löngu áður en það fæðist. Niðurstöðurnar fengu þeir með því að spila sérhljóða fyrir nýburana bæði úr „erlendum“ málum og úr móðurmálinu og þegar börnin heyrðu sérhljóða úr málum sem þau höfðu ekki heyrt meðan þau voru enn í legi móður sinnar sugu þau snuðið lengur og ákafar en þegar þau heyrðu kunnugleg hjóð. 

9. já, já en við erum samt…………….

Í rannsókn frá Finnlandi telja menn sig hafa komist að því að það stytti líf kvenna u.þ.b. 9 mánuði að fæða og ala upp dreng. Rannsóknin náði til liðlega 11 þúsund mæðra og 6 þúsund feðra í Finnlandi frá sautjándu fram á tuttugustu öld. Konur sem áttu t.d. sex syni lifðu að jafnaði 32.4 ár eftir síðustu fæðingu en þær sem áttu jafnmargar dætur lifðu 33.1 ár að lokinni síðustu fæðingu. Ekki virtist efnahagur eða þjóðfélagsstaða hafa þarna nokkur áhrif.  Rannsakendur drógu þá ályktun að það reyndi meira á líkama konu að ganga með og fæða dreng en stúlku og einnig væri líklegt að dæturnar léttu frekar undir með störfum móðurinnar en synirnir.

10. Segðu það!

Fréttir frá  National Academy of Sciences  ættu ekki að koma okkur á óvart. Þar segir að hellisbúarnir, forfeður okkar hafi ekki bara notast við einhver óskilgreind hljóð heldur hafi þeir líka haft dálítinn  orðaforða um hugtök eins og þú-við-börkur-eldur-og móðir.   

Heimild: http://myscienceacademy.org/2013/05/15/10-new-things-science-says-about-moms/

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here