Mætti með lík í banka til að sækja um lán

Kona nokkur í Brasilíu mætti með lík föðurbróður síns í banka til að sækja um lán. Myndband af konunni hefur farið víða en sjá má þegar konan talar við líkið og þykist eiga samtal við hann. Hún segir meðal annars: „Þú verður að skrifa undir og hættu að gera þetta erfitt,“ og „Frændi ertu að hlusta? Þú verður að skrifa undir.“

Bankastarfsmenn byrjuðu að mynda parið og enduðu á því að hringja á sjúkrabíl og lögreglu þar sem konan var augljóslega að halda höfði látna mannsins uppi og eitthvað skrýtið var á seyði.

Hinn látni var ellilífeyrisþeginn, Paulo Roberto Braga, 68 ára, sem hefði látist nokkrum klukkustundum áður. Konan sem ók honum inn í bankann, Erika de Souza Vieira Nunes, var handtekin á vettvangi og sagði lögreglu að hún væri frænka hans og umönnunaraðili hans.

SHARE