Meghan Markle: “Ég er heppnasta stelpan í heimi”

Leikkonan Meghan Markle hefur loksins talað um samband sitt og Harry prins. Hún segir að bikar sinn sé barmafullur og að hún sé heppnasta stelpan í heiminum.

Sjá einnig: Er Harry prins að hitta þessa stelpu?

Parið hefur verið að hittast frá því í lok júlí, en sumir hafa áhyggjur af því að stuttu áður en þau kynntust, var hún í sambandi. Þau kynntust fyrst á viðburði í Toronto og var Harry harðákveðinn í því að komast á stefnumót með henni og sendi henni skilaboð, þar til hún samþykkti að hitta hann.

Í nýlegu viðtali sem Meghan fór í sagði hún að hún væri afar hamingjusöm, en hafði vissulega áhyggjur af því að hlutverk hennar í lögfræðiþáttunum Suits myndi skerða ímynd hennar. Í þáttunum þarf hún að klæðast ögrandi fötum og leika í sjóðheitum ástarleikjum,

Heimildarmenn segja að afar miklir neistar séu á milli þeirra og að þau vilji fara vel með sambandið. Meghan hefur verið dugleg að deila myndum á Instagram, sem gefur til kynna að hún sé ástfangin og hefur hún ferðast nokkrum sinnum til Bretlands frá því þau kynntust.

Eftir að fregnir bárust af sambandi þeirra, hætti Harry hins vegar við að fara til Toronto að hitta Meghan, vegna þess að hann vildi ekki að hittingurinn myndi valda fjaðrafoki í fjölmiðlum.

1

 

SHARE