Magnað – Kona stígur sín fyrstu skref í 10 ár

Breska blaðakonan Nikki Fox fæddist með vöðvarýrnunarsjúkdóm og hefur ekki getað rétt úr fótunum, hvað þá gengið, í 10 ár.

Þökk sé tækninni steig hún sín fyrstu skref í 10 ár á dögunum. Vélrænn búnaður var festur utan um fótleggi hennar og mjaðmir og með því að stjórna nokkurs konar leikjapinna gat hún staðið upp. Fjölskylda og vinir hennar voru samankomin til að fylgjast með því þegar hún tók nokkur skref. Þetta var tilfinningarík stund.

Nikki var valin af BBC sem fulltrúi fatlaðra í Apríl eftir að hafa unnið til verðlauna fyrir útvarps- og sjónvarpsflutning sinn í Bretlandi. Nýjasta verkefni Nikki er sjónvarpsþáttur sem kallast Learning to Walk Again en þar talar hún við fólk eins og sjálfa sig sem nýtir sér tæknina til að hreyfa sig.

Tengdar greinar:

Barn lærir að ganga

Lítil 1 árs hetja rúllar sér um í hjólastól

11 ára gamalli stúlku meinaður aðgangur að safni vegna þess að hún var bundin við hjólastól

SHARE