Mama June 136 kg léttari

Mama June (37) leit út eins og ný manneskja þegar hún frumsýndi sinn nýja, mun léttari líkama. June hefur lést um 136 kg en hún hefur verið að taka heilsuna í gegn síðastliðið ár. Hún hefur verið að æfa á fullu, borða hollt og farið í fjöldan allan af aðgerðum.

Fylgst hefur verið með henni í þessari vegferð sinni í þáttunum „From not to hot“ og í seinasta þættir brotnaði hún niður og þakkaði fjölskyldunni sinni og þá sérstaklega Honey Boo Boo og Pumkin.

Þessi leið hefur ekki reynst June auðveld. Hún vissi að hún yrði að léttast og verða heilbrigðari eftir að fjölskyldan hennar lýsti yfir áhyggjum af því hvernig hún var að verða. Í samtali við HollywoodLife.com viðurkenndi Mama June að það hefði verið mjög erfitt að léttast: „Það er ekki auðvelt að drífa sig af stað í ræktina. Ég hef svindlað, ég viðurkenni það. Stundum hef ég viljað bara gefast upp, eins og á öllum kúrum, en ég get það ekki. Ég verð að hugsa, „Ef ég gefst upp verð ég aftur eins og ég var“.“

 

 

SHARE