Mamma Zayn vill að hann hætti með Gigi

Gigi Hadid (21) og Zayn Malik (23) virðast vera ástfangin upp fyrir haus en það eru ekki allir samþykkir sambandi þeirra.

Mamma Zayn, Tricia (46), er að reyna að fá son sinn til að hætta með Gigi og sagði heimildaramaður OK: „Henni finnst Gigi vera alltof mikil Hollywoodstjarna. Hún var til að mynda í símanum allan tímann meðan þau fóru í Disneyland í ágúst.“

Sjá einnig: Zayn Malik og Gigi Hadid ekki hætt saman

Heimildarmaðurinn segir að Tricia vilji bara að Zayn finni sér góða kærustu og hún er ekki viss um að Gigi sé nógu góð fyrir son sinn. Henni finnst hún klæða sig alltof djarflega og sé alltaf að reyna að vera í sviðsljósinu.

Það fyndna við þetta allt saman er að móður Gigi líður nákvæmlega eins. Hún er ekki á því að Zayn sé rétti maðurinn fyrir Gigi og fannst fyrri kærasti hennar, Joe Jonas, passa miklu betur við hana.

 

 

 

SHARE