Mansal er því miður raunverulegur hluti af heiminum í dag. Það á sér stað útí hinum stóra heimi en því miður er það líka til hér á landi.

Lesandi hún.is varð vitni af einu slíku dæmi nú á dögunum en hún var að niðri í bæ að leita að vinkonu sinni eftir skemmtilegt ball sem hún hafði verið á. Hún vill ekki láta nafn síns getið.

Leið hennar lá inn á skemmtistað við Austurstrætið:

Ég stóð við barinn og tók þá eftir dökkri stúlku sem dansaði ein og ekki beint inná dansgólfinu. Hún var alveg gullfalleg með sítt hár sett í tagl. Hún var í gallabuxum og g-strengurinn uppúr af aftan og hvítum þröngum bol. Hún var alls ekki subbulega klædd yfir utan g-strenginn sem var uppúr. Upp við vegginn (þarna þar sem plötuðsnúðurinn er með aðstöðu) stóðu tveir menn.
Ég held að þeir hafi ekki verið íslenskir. Annar var með tagl í svona liðuðu hári og hinn bara stutthærður. Þegar stúlkunni gekk ekkert að ná athyggli karlmanna þarna inni fór hún til þeirra þarna við vegginn og þeir skipuðu henni að halda áfram að reyna.

Konan segist ekki hafa heyrt hvað þeir sögðu við hana en sagði að útfrá látbragði þeirra og hvernig þeir ýttu henni alltaf út á dansgólfið aftur þá hafi verið deginum ljósara hvað var í gangi.

Hún sem sagt fór alltaf út á gólfið aftur og reyndi. Hún var ekki frjáls þessi stúlka það var alveg greinilegt. Það var sáralítið líf í augunum á henni. Þetta var alveg hræðilegt. Ég sé ekki peninga ganga á milli manna. Ég sá ekki neinn sýna áhuga á kaupum. En þetta var ógeðslega greinilegt.Ég spurði mann sem stóð við hliðina á mér hvort hann væri að sjá þetta sem ég sæi. Hann sagði að þetta væri alveg örugglega rétt ályktað hjá mér.

Ég varð svo miður mín að ég rauk út. Vissi ekkert hvað ég átti að gera. Fór uppí leigubíl og fór heim. Í leigubílnum fór ég að hágráta og leigubílstjórinn spurði hvað var að og ég sagði honum hvað ég hefði séð.  Hann sagði að hann hefði séð svona líka og það eina sem ég gæti gert væri að hringja í lögguna. sem ég og gerði. Þar var vel tekið á móti mér og lofuðu þeir mér að athuga málið.

Hvað sem svo gerðist eftir það, ég grét svo mikið að þeir hafa ekki geta sagt annað en að þeir færu að skoða þetta.

Konan segist ennþá vera mjög miður sín yfir því sem hún sá og segist eiga bágt með að trúa því að einhver geti hugsað sér að „nýta“ sér svona „þjónustu“. Hún deilir reynslu sinni hér til þess að við hin getum notað okkur hana til góðs, ekki líta framhjá svona hlutum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here