Marens með pipprjóma og ferskum berjum

Það er eitthvað við marens sem við elskum. Það er svo ótal margt hægt að setja á þá og leika sér með allskonar brögð. Þessi dásemd kemur frá Matarlyst og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

Hráefni

6 eggjahvítur
300 g sykur
1 tsk lyftiduft
100 g Kellogs kornflex eða Rice krispies

Aðferð

Hitið ofninn í 120 gráður blástur. Eggjahvítur þeyttar þar til þær byrja að freyða þá er sykrinum bætt út í ásamt lyftidufti, stífþeytið. Bætið Kellogs eða Rice krispies út í, vinnið varlega saman með sleikju.Setjið bökunarpappír á ofnplötu, teiknið hring eftir t.d botni á formi eða disk. Setjið marensinn á og dreifið út.

Setjið inn í 120 gráðu heitan ofninn í 90 mín.

Fylling

1/2 l rjómi þeyttur
2 plötur pipp súkkulaði

Þeytið rjómann, skerið 1½ plötu af pipp súkkulaði niður hrærið varlega saman við rjómann. Takið frá smá slettu til að setja ofaná botninn. Setjið rest á milli botnanna. Skreytið með t.d jarða og bláberjum, brjótið rest af pipp molum, raðið ofaná.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here