Mariah Carey gekk út af sviði á Gamlárskvöld

Mariah Carey kom fram í nýársþætti Dick Clark. þar sem hún átti að syngja á Times Square. Það gekk ekki nógu vel því Mariah gekk út af sviðinu í miðju atriðinu.

Mariah átti að vera með lokaatriðið um kvöldið en svo gerðist nokkuð vandræðalegt sem varð til þess að hún gekk út af sviðinu. Það sem gerðist var að það komu upp tæknileg vandræði sem komu upp um það að Mariah var ekki að syngja í raun og veru.

Í miðjum flutningi á laginu Emotions kom einhver truflun og lagið fór í eitthvað rugl. Mariah reyndi að brosa og vera stolt en það virkaði ekki og strunsaði hún að lokum út.

https://www.youtube.com/watch?v=UkTy_vSPkWc&ps=docs

 

SHARE