Mariah Carey sást á gangi á ströndum Mykonos á dögunum í fallegum, hvítum síðkjól. RadarOnline segir að hún og kærastinn hennar James Packer hafi farið í frí til Mykonos til þess að reyna að bjarga sambandinu þeirra.
Sjá einnig: Erfitt að gera Mariah Carey til geðs
Heimildarmaður sagði: „Þessi ferð var seinasta hálmstráið í því að reyna að halda sambandinu gangandi en það hefur ekki gengið vel hjá þeim.“
Parið byrjaði saman um sumarið 2015 og James bað Mariah í janúar á þessu ári og gaf henni 35 karata demantshring. Sumarið var erfitt hjá parinu en Mariah hefur ekki enn klárað að skilja við Nick Cannon og hefur það bitnað á nýja sambandinu.