Marion er miður sín – Hélt ekki framhjá með Brad Pitt

Franska leikkonan Marion Cotillard (40) er miður sín vegna ásakana um að hún hafi haldið framhjá með leikaranum Brad Pitt þegar þau léku saman í spennutryllinum Allied. Þar léku þau saman í eldheitum ástarleik og þau sem sáu til þeirra höfðu orð á því hversu magnaður sá leikur hafði verið.

Sjá einnig: Skilnaður! – Angelina þoldi ekki uppeldisaðferðir Brad Pitt

Marion er algjörlega eyðilögð yfir að vera bendluð við framhjáhald og ekki síður vegna þess að hún er í sambandi með leikaranum Guillaume Canet (43) og er afar hamingjusöm með honum. Marion og Brad byrjuðu að hittast áður en tökur á myndinni hófust til þess að æfa saman hlutverk sín ásamt leikstjóranum Robert Zemeckis.

Hún hefur unnið til Óskarsverðlauna, er orðin stórstjarna og er farsælasta franska leikkona síðustu ára. Hún er að leika í 4 stórum kvikmyndum á þessu ári og því mjög upptekin kona, en hún hefur látið hafa eftir sér að hana langi til að slaka aðeins á og njóta þess að ala upp 5 ára gamlan son sinn.

 

SHARE