Matarmarkaður Búrsins í Hörpu – kíktu þangað í dag!

Um helgina fer fram matarmarkaður Búrsins í Hörpu. Frá 11-17 í dag, sunnudag, getur þú rölt afvelta um Hörpuna – smakkandi ljúmeti frá yfir 45 framleiðendum sem koma víðsvegar að. Og að sjálfsögðu má þar einnig versla hvers kyns hnossgæti – súrt, sætt, safaríkt, nefndu það. Þarna ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Þetta er í þriðja sinn sem ég fer á markaðinn. Enda þarf ég rétt að heyra hvíslað orðin ,,frír matur”, þá er ég byrjuð að reima skóna. Mér til varnar þá versla ég alltaf óþarflega mikið líka. Svo því sé alveg haldið til haga.

IMG_9171

IMG_9184

IMG_9186

IMG_9188

IMG_9189

IMG_9194

IMG_9218

Skoðaðu fleiri myndir og láttu freistast – það fer enginn hungraður heim úr Hörpu þessa helgina:

Tengdar greinar:

Jólamarkaður Búrsins í Hörpunni um helgina

 

SHARE