Fregnir herma að leikaranir Matthew Perry og Matt LeBlanc hafi ekki fengið boðskort í brúðkaupið hennar Jennifer Aniston. Perry viðurkenndi í viðtali við Entertainment Tonight að það hefði komið honum á óvart – en hann og Aniston voru samstarfsfélagar í mjög langan tíma.
Sjá einnig: Áttu Jennifer Aniston og Matt LeBlanc í leynilegu ástarsambandi?
LeBlanc hefur að sama skapi verið spurður út í brúðkaupið og það stóð ekki á svari:
Mér var ekki boðið en ég óska henni alls hins besta.
David Schwimmer var heldur ekki viðstaddur athöfnina en slúðurmiðlar halda því fram að Schwimmer og Aniston tali ekki saman í dag eftir að Jennifer gerði lítið úr unnustu hans í spjallþætti árið 2010.
Courtney Cox og Lisa Kudrow voru báðar á svæðinu.