Matur sem er góður fyrir húðina

Það  langar alla að hafa hreina, heilbrigða og vel útlítandi húð. Þó að rakakrem séu alveg stórfín eins og ýmislegt annað fyrir andlitið sem maður notar heima og maður getur keypt er líka margskonar matur sem hjálpar manni að halda húðinni hreinni og gefur manni þetta unga skínandi yfirbragð sem maður er alltaf að leita að. Hér ætla ég að nefna tíu matategundir sem í eru mismunandi hráefni, hollar olíur og næring sem er okkur nauðsynleg. Þetta hreinsar skinn okkar og útlitið verður  ungt, heilbrigt og húðin er eðlileg að sjá eins og mann langar til að hún sé.

1. Avocado
Það er ekki nóg með að avocado sé notað í mikið af anditsfarða, börkurinn ásamt ávöxtunum er mjög ríkur af B-vítamíni, (nýjasíni) og það er húðinni mjög mikilvægt svo að hún haldist mjúk og heilbrigð. Það getur líka slegið á kláða, roða í húð og þrota.  Ef maður velur sér þennan ávöxt er annaðhvort hægt haft hann í saladi, smúðí eða borða hann einan og sér. Þá er einnig ágætt að nudda honum á andlitið til þess að hressa  upp á útlit húðarinnar.

2. Ber
C-vítamin er annað mjög mikilvægt efni til að viðhalda heilsu húðarinnar. Mikið er af því í  berjum. Þau eru vítamínauðug sem er nauðsynlegt fyrir collagen húðarinnar. Andoxunarefni eru líka mjög mikil í berjum og þau draga úr bólgum. Ber bæta  heilbrigði húðarinnar hvort sem maður fær sér regulega smúðí eða borðar bara nokkur jarðaber á dag.

3. Kotasæla
Celenium og E-vítamín sem eru rík af andoxunarefnum og bæta útlit húðarinnar. Nokkrar athuganir sýna fram á að kotasæla getur átt þátt í að koma í veg fyrir sumar tegundir krabbameins ef hennar er neytt ásamt öðrum hollum mat.

4. Möndlur
Fitusýra sem í möndlum og hnetum viðheldur frumuveggnum og hjálpar til við að fjarlægja skaðleg eiturefni úr líkamanum.   Auk þess eru hollar olíur og fitur í hnetunum stórkostlega góðar fyrir hjartað.

5. Kartöflur
Maður getur fengið mikið af kopar úr bökuðum kartöflum.  Líkaminn þarfnast kopars  til að útlitið sé gott.  Það er mikið sink og C-vítamin í kartöflunni og getur líka hjálpað til að viðhalda teygjanleika og góðu útliti húðarinnar.

6. Gróft korn
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir sykru (glycemic) vægi korntegundanna. Þegar verið er að hugsa um heilsu húðarinnar skiptir miklu að  kornamatur sem við borðum sé trefjaríkur.

7. Hörfræ
Ef manni  finnst fiskur ekki góður eða annar matur sem hefur mikla Omega -3 olíu er lausnina að fá í hörfræjaolíu. Hún er mjög auðug af Omega- 3 olíu og stuðlar að því að rakinn helst í líkamanum og hreinsar svitaholurnar auk margra annarra góðra áhrifa sem þessi olía hefur á húðina.  Allt stuðlar sú holla olía sem er í hörfræ olíunni að unglegu og heilsusamlegau útliti.

8. Jógúrt
Í jógúrt er mikil  hvíta og hann hjálpar til að gera húðina yngri. Grísk jógúrt er jafnvel enn betri því að í henni er tvisvar eða þrisvar sinnum meiri hvíta (prótein) en í íslenskum jógúrt. Þegar maður fær sér hreina jógúrt væri hægt að bragðbæta hana með berjum eða hunangi.

9. Papríka
Græn, gul, appelsínugul og rauð er ekki bara falleg á diskinum. Það er ekki nóg með að hún sé falleg, hún hjálpar líka til við að eyða baugunum undir augunum. Andoxunarefni í papríkunni vinna líka á móti hrukkum og hjálpa til að draga úr þeim  ef maður borðar hana daglega.

 

10. Mangó
Það er ekki nóg með að það sé dásamlega gott heldur stuðlar mangó líka að því að húðin líti stórkostlega vel út. Það er meira en 80% af því A-vítamíni í mangó sem maður þarf að fá yfir daginn og það hjálpar til að halda húðinni heilbrigðri.  Það er mjög mikið af andoxunarefnum í mangóinu sem vinna á móti því að húðin eldist fyrir aldur fram.  Auk þess eru í henni fáar hitaeiningar og þetta er stórkostelga góður ávöxtur til að hafa með í flestum tegundum matar.

Auðvitað er ýmisskonar annar matur sem maður getur borðað sem hjálpar til við útlitið á húðinni eins og með heilsuna, t.d. fiskur eins og lax sem er ríkur af Omega 3 fitusýru eða valhnetur. Í þeim eru olíur sem mýkja skinnið.  Þá er margskonar matur sem maður getur valið til þess að húðin sé heilbrigðari og líti betur út. Sumum finnst eitt gott og öðrum eitthvað annað.  Þessar tíu tegundir af mat sem hér eru nefndar styðja við heilsu húðarinnar  og  þær munu líka auka vellíðan þína.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here