Matur sem stuðlar að hormónajafnvægi og fallegri húð

Matur er manns gaman. Því hefur verið fleygt fram að læknar munu í framtíðinni ekki gefa lyf heldur vekja áhuga skjólstæðinga sinna á umhyggju fyrir líkamanum, góðu matarræði, orsökum sjúkdóma og hvernig maður fyrirbyggir þá. Málið er nefninlega það að ef við fáum ekki réttu næringarefnin úr matnum sem við látum ofan í okkur þá nær líkaminn ekki að starfa almennilega og getur t.d. ekki framleitt þau hormón sem hann þarf  á að halda svo hormónastarfsemin sé í jafnvægi. Mikilvægt er að átta sig á þessu.

Ýmsir utanaðkomandi þættir geta líka raskað framleiðslu og virkni hormóna eins og t.d. óreglulegir matmálstímar, streita, reykingar og áfengi. Við getum haft áhrif á þessa þætti með því að forðast þá eða allaveganna halda þeim í skefjum og þar með stuðlað að betri líðan og jafnvægi.

Hormónar hafa nefninlega mikið að segja um almenna líðan okkar bæði andlega og líkamlega. Þeir hafa t.d. áhrif á hvernig líkamshitinn okkar er, blóðþrýstingurinn, og holdafar þ.e. hvort við erum feit eða grönn. Þeir stjórna kynhvötinni og hafa áhrif á ástand húðarinnar og meltinguna. Í stuttu máli sagt stjórna hormónar okkur meira en okkur órar fyrir.

Fæðutegundir

Til að líkaminn nái að framleiða rétt magn af hormónum þarf  hann reglulega nauðsynleg næringarefni í formi kolvetna, próteina og fitu. Lykilatriði er að borða reglulega og er fita sérstaklega mikilvæg. Ástæðan er sú að líkaminn þarf ákveðnar fitusýrur og kólesteról til hormónaframleiðslunnar.

Hér á eftir verður farið í gegnum hvaða fæðutegundir geta skipt sköpum þegar kemur að jafnvægi á hormónakerfinu okkar og mælt er með að velja eina fæðutegund úr hverjum flokki til þess að útbúa máltíð sem er góð fyrir hormónakerfið, húðina og líkamsstarfsemina.

1. Prótein

•    Hnetur
•    Baunir, lisnubaunir sérstaklega
•    Kínóa fræ
•    Lífrænt ræktuðu kjöti
•    Egg
•    Fiskur

2. Fita

•    Kókosolía inniheldur fitusýruna lauric acid sem er mikilvæg næring fyrir húðina og hormónaframleiðslu líkamans. Kókosolía hefur reynst vel á exem og aðra húðkvilla. Hún eykur brennslu í líkamanum og gefur aukna orku, ásamt því að vera græðandi. Hún er talin styrkja ónæmiskerfið og veitir þannig vörn gegn ýmsum sýkingum auk þess sem hún eykur upptöku og nýtingu af Omega 3 og 6.

•    Avókadó er  stútfullt af ómettuðum fitusýrum, trefjum og vítamínum á borð við kalíum, magnesíum, E og B vitamin og fólínsýru (Folic acid) sem allt eru mikilvæg næringarefni sem stuðla að hormónajafnvægi líkamans.

•    Smjör inniheldur margar fitusýrur og vítamín á borð við A, D, E og K2 sem eru mikilvæg næringarefni í hormónaframleiðslu líkamans.

•    Eggjarauður eru stútfullar af vítamínum og steinefnum, má þar einna helst nefna: A, D, E, B2, B6, B9, járn, kalíum, fosfór, kólín og joð. Öll þessi næringarefni eru mikilvæg bæði húðinni og hormónaframleiðslunni og er joðið og kólínið sérlega mikilvæg við framleiðslu á skjaldkirtilshormóni.

•    Hnetur og fræ eru rík af góðri fitu
.

•    Aðrar olíur: Ólífuolía, lýsi, hampolía, hörfræjaolía.

3. Grænmeti sem er ríkt af andoxunarefnum

•    Allt sem er dökkgrænt á litinn, eins og t.d. aspas, brokkólí, spínat, grænkál, gúrkur osfrv.

•    Allt grænmeti í björtum litum eins og t.d. rauð, gul, græn og appelsínugul paprika, rauðkál, rauður og hvítur   laukur, tómatar og gulrætur.

•    Grænmeti sem inniheldur sterkju eins og t.d. kartöflur bæði sætar og venjulegar, grasker, þistilhjörtu eða næpur.

4. Krydd og jurtir

•    Kanill
•    Túrmerik
•    Cayenne pipar
•    Cummin
•    Laukur
•    Engifer

Ef líkaminn hefur öll þau næringarefni sem hann þarf verður hann sáttur og jafnvægi kemst á hormónastarfsemina, húðin verður betri og byrjar að glóa af heilbrigði, lundin léttari og orkan meiri. Til mikils er því að vinna ef þú staldrar aðeins við og byrjar að hugsa vel um þig.

 

 

Heimild:
Þýdd grein frá mindbodygreen.com

 

SHARE