Meðgangan: 1. – 4. vika

Hver meðganga er einstök og ein kona getur átt tvær gjörólíkar meðgöngur. Það eru samt ákveðnir hlutir sem eiga sér stað á öllum meðgöngum. Hér er farið yfir hvað gerist í hverjum mánuði fyrir sig á meðgöngunni.

Fyrsti þriðjungur

Fyrsti þriðjungur meðgöngu er tímabilið frá getnaði til 12. viku, eða um það bil fyrstu þrír mánuðir meðgöngu. Á þessu tímabili mun barnið þitt fara frá því að vera samansafn af frumum í að verða að fóstri með útlit barns.

Mánuður 1 (vika 1-4)

Um leið og frjógvaða eggið vex, myndast þéttur belgur utan um það og fyllist það smátt og smátt af vökva. Belgurinn er kallaður líknarbelgur og hjálpar til við að vernda vaxandi fóstrið. .

Á sama tíma er fylgjan að verða til. Fylgjan er hringlaga, flatt líffæri, sem flytur næringu frá móður til barns og sér því fyrir fæðu allan tíma meðgöngunnar.

Á þessum fyrstu vikum mun frumstætt andlit fara að myndast og sjást stórir svartir hringir á sónarmyndum, þar sem augu munu myndast. Blóðfrumur taka á sig mynd og blóðflæðið hefst. Pínulítið hjarta myndast í lok 4. viku sem slær um 65 sinnum á mínútu.

Í lok fyrsta mánaðar er fóstrið orðið rúmir 6 millimetrar, um það bil á stærð við hrísgrjón.

SHARE