Meðgangan: 17. – 20. vika

Mánuður 5 (vika 17-20)

Á þessum tímapunkti getur verið að þú sért farin að finna fyrir hreyfingum. Barnið er farið að fá vöðva og er farið að nota þá. Fyrsta hreyfingin getur verið mjög hröð og meira í líkingu við flökt.

Hár fer að vaxa á höfðinu. Einnig koma fíngerð hár á axlir, bak og gagnaugu sem eru oftast kölluð fósturhár. Þessi hár vernda barnið og detta vanalega af á fyrstu viku eftir fæðingu.

Húðin er þakin hvítu fitulagi (Vernix Caseosa) sem kallað er fóstufita. Það ver húð barnsins fyrir langri legu í legvatninu. Þessi húð fer stundum af fyrir fæðingu en oft fæðast börn með fósturfituna á sér.

Í lok 5. mánaðar er barnið orðið um 25 sentimetrar og vegur um 300-450 grömm.

SHARE