Mega vera í jógabuxum – En með ákveðnum skilyrðum

Nemendum í grunnskóla í Pennsylvaníu hafa verið settar nýjar reglur um klæðaburð í skólanum. Það voru uppi sögusagnir um það að banna ætti jógabuxur, leggings og aðrar þröngar buxur en það hefur verið staðfest að reglurnar verða ekki svo strangar.

Það sem á að gera er að setja reglur um það hvernig stúlkur eiga að ganga í svona buxum og hafa nemendur fengið sent bréf þess efnis. Þar er þeim sagt að til þess að mega vera í leggings, jógabuxum og öðrum slíkum buxum verði þær að vera í síðri peysu, kjól eða skyrtu yfir sem hylji rassinn.  Einn af þeim sem situr í stjórn foreldrafélagsins í skólanum, Paul H. Paoletta sagði: „Sumar af þessum stúlkum kunna ekki að ganga í svona buxum“.

Finnst ykkur þetta alveg útúr kú eða teljið þið að megi setja svona reglur á Íslandi?

 

SHARE