Megan Fox eignast þriðja drenginn

Leikaraparið Megan Fox (30) og Ryan Austin Green (42) eignuðust sinn þriðja son 4. ágúst síðastliðinn og hafa gefið honum nafnið Journey River Green.  Fyrir eiga þau soninn Noah (3) og Bohdi (2), en þau voru við það að skilja þegar kom í ljós að Megan væri ófrísk. Hún hafði sótt um skilnað fyrir ári síðan, en eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni, ákváðu þau að láta reyna betur á sambandið. Megan hefur ekki enn dregið skilnaðarferlið til baka, en þau fluttu nýverið til Malibu og hafa verið að skoða skóla fyrir drengina sína þar.

Sjá einnig: Megan Fox hættir við að skilja við Brian Austin Green

Megan og Brian kynntust fyrst árið 2004, þegar hún var aðeins 18 ára gömul og hann 30, en gengu síðan í hjónaband árið 2006. Megan hafði áður sagt að samband þeirra væri sem göldrum líkast, svo vonandi finna þau þann galdur aftur og halda áfram að vera hjón.

Sjá einnig: Megan Fox skilin við eiginmann sinn

 

370D5C2100000578-3732267-image-m-23_1470782644375

370D55CC00000578-3732267-Megan_Fox_30_and_Brian_Austin_Green_43_welcomed_their_baby_boy_J-m-11_1470781557015

SHARE