Megan Fox eyddi Machine Gun Kelly út af Instagram – Tók af sér hringinn

Megan Fox (36) og Machine Gun Kelly (32) rifust heiftarlega um seinustu helgi og leiddi það til dramatíkur á samfélagsmiðlum og sambandsslit hafa ekki verið útilokuð. Samkvæmt heimildarmanni People tók Megan af sér trúlofunarhringinn og sagði heimildarmaðurinn: „Þau hafa átt í vanda áður en þetta virðist vera mjög alvarlegt í þetta skipti.“ Hann bætir við að Megan hafi verið í miklu uppnámi og hún vilji ekki tala við Kelly.

Í Us Weekly er sagt að Megan hafi átt að vera á tónleikum MGK á laugardag í partýi Sports Illustrated en hún hafi hætt við og flogið til Arizona eftir rifrildið. Það hafi samt ekki haft áhrif á sviðframkomu Kelly því hann hafi gefið sig allan í sýninguna. Hann söng lagið „Bloody Valantine“ og tileinkaði það „dömunum“ í salnum, minntist ekkert á Megan og söng ekki lagið sem hann tileinkaði henni.

Á sunnudag hætti Megan að fylgja MGK á Instagram og fór svo að fylgja þremur karlmönnum sem eru þekktir, þar á meðal Eminem, en oft hefur andað köldu milli MGK og Eminem.

Megan birti svo þessa mynd þar sem hún skrifar fyrir neðan: „You can taste the dishonesty/it’s all over your breath“ og vitnar þar í texta eftir Beyoncé. Svo kemur einhver og skrifar fyrir neðan og giskar á hvort MGK hafi haldið framhjá með Sophie sem er gítarleikari hljómsveitar hans. Megan svarar því einfaldlega með orðunum: „Kannski var ég bara með Sophie.“

Megan hefur síðan eytt út Instagram aðgangi sínum og fjölmiðlafulltrúar þeirra hafa ekki komið með neinar athugasemdir vegna þessa.

SHARE