Meghan er ekki að venjast lífinu í konungsfjölskyldunni

Það er tæplega mánuður síðan Meghan Markle gekk að eiga Harry prins og varð hertogaynja. Samkvæmt slúðurmiðlum er hún ekki alveg að finna sig í nýja lífinu sínu.

Heimildarmaður RadarOnline sagði:

Meghan hefur ekki aðlagast sínu nýja lífi mjög vel. Hún saknar þess að leika, Los Angeles, vina sinna og fjölskyldu. Hún gaf allt upp á bátinn fyrir Harry og er brjálæðislega ástfangin af honum, en reglur drottningarinnar eru aðeins og strangar fyrir hana.

Einnig segir heimildarmaðurinn að Meghan og svilkona hennar, Kate Middleton séu afskaplega ólíkar og séu ekki að ná að tengjast neinum sérstökum böndum.

Kate átti að hjálpa Meghan að komast inn í allt en þær eru svo ólíkar og Meghan mun aldrei standast kröfur Kate.

segir þessi heimildarmaður.

 

SHARE