Mel B viðurkennir að hafa átt í ástarsambandi við konu í 4 ár

Söngkonan Mel B sem eins og flestum er kunnugt varð fræg fyrir að vera einn að meðlimum hljómsveitarinnar Spice Girls kom blaðamanni Guardian mjög á óvart í nýlegu viðtali.

Mel B greindi frá því að hún hafi átt í fjögurra ára ástarsambandi við konu.

I did have a four – year relationship with a woman. But I´ve been very happily married for seven years to a penis. An amazing guy.

Konan sem Mel átti í ástarsambandi við heitir Christa Parker sem er móðir bekkjarsystur dóttur hennar. Christa er tveggja barna móðir en hún kynntist henni í grunnskóla dóttur sinnar í Los Angeles. Þetta var allt saman áður en Mel kynntist núverandi eiginmanni sínum Stephen Belafonte.

Þrátt fyrir að viðurkenna að hún hafi átt í sambandi við konu þvertekur hún fyrir það að hún hafi fylgt Playboy módelinu Luann Lee inn á klósett á síðasta ári til að eiga innilega stund á meðan maðurinn hennar beið fyrir utan.

Blaðamaður Guardian hafði mikinn áhuga á hjónabandi söngkonunnar en hann spurði einnig út í það hvort að þau hjónin ættu í opni sambandi.

No, me and my husband are very tight and solid. But I will be the first one to compliment a woman, to say to my husband.

Mel B á þrjú börn með þremur mönnum en hún segist hafa brotnað niður eftir að hún var kölluð „gold digger“ þegar hún tilkynnti að hún væri þunguð eftir leikarann Eddie Murphy. Leikarinn vildi fyrst ekki viðurkenna að hann væri faðir stúlkunnar sem Mel ól en í dag er samband Mel og Eddie á góðum nótum.

 

SHARE