Mel Gibson á von á níunda barni sínu

Mel Gibson (60) á von á barni númer 9 með kærustu sinni Rosalind Ross (26). Mel talar um samband sitt við ungu kærustuna, en hann segir að hún sé fullorðin kona, að númer sé bara tala og að þeim líki vel við hvort annað.

Rosalind heldur persónulega lífi sínu út af fyrir sig en hefur átt erfitt með að takast á við viðmót fólks vegna sambands hennar hennar við Mel. Hún vill ekkert frekar en að fólk hætti að skipta sér af, svo hún geti haldið áfram að lifa lífi sínu.

Parið kynntist fyrst þegar hún sótti um hjá fyrirtæki hans Icon, en ástin byrjaði ekki að blómstra á milli þeirra fyrr en hann bauð henni á gríðarstóra búgarð sinn á Costa Rica.

Mel á 7 börn með fyrrum eiginkonu sinni til 30 ára Robyn Moore, sem hann skildi við árið 2009. Áður en skilnaðurinn gekk í gegn, byrjaði Mel með Oksana Grigorieva og eignaðist hann með henni eina dóttur. Eftir að Mel og Oksana hættu saman áttu þau í háværum rifrildum sem urðu áberandi á samfélagsmiðlum. Hann segir að sá tími hafi verið sá erfiðasti í lífi hans og að hann hafi farið aftur í kaþólsku kirkju sína til þess að biðja og fara í ráðgjöf.

Sjá einnig: Eddie Murphy á von á níunda barni sínu

3A13EF6F00000578-3907400-image-a-76_1478306968255

3A13EF6700000578-3907400-image-a-67_1478306936781

SHARE